Lífsþróttur næringarfræði almennings
Lífsþróttur er yfirgripsmesta bók um næringarfræði sem gefin hefur verið út á íslensku. Hún er einkar gagnleg þeim sem vilja gera varanlegar breytingar til hins betra á eigin lífsstíll.
Í bókinni er fjallað um grunnatriði næringarfræðinnar á skýran og fræðandi hátt. Einnig er fjallað um offitu, óhefðbundnar og oft á tíðum varhugaverðar megrunarleiðir og átröskunarsjúkdóma. Meðal efnis er ítarlegur kafli um áhrif mataræðis á sjúkdóma og sjúkdómamyndanir, eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofnæmi, óþol og meltingarvandamál. Upplýsingar um hitaeiningainnihald fjölda afurða er að finna í bókinni auk neyslukerfis og viðmiðunardaga sem miða að því að lesendur öðlist þekkingu á næringarfræði sem nýtist í hinu daglega lífi.
Mataræði skiptir máli fyrir alla þá sem stunda líkams- heilsurækt, hvort sem er til heilsubóta eða til að ná árangri í keppni. Í bókinni er fjalla um hvað hentar að borða og hvernig á að byggja upp árangursíka næringar- og þjálfunaráætlun.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.