Leggðu rækt við sjálfan þig

„Okkur er gefin dýrmæt gjöf – lífið sjálft. Og um leið er okkur fengið verkefni í hendur, að lifa innihaldsríku lífi og gæða það merkingu. Enginn gerir það fyrir okkur og enginn lofar að það yrði auðvelt. Lífið er endalaus röð vandamála sem við þurfum að leysa og það útheimtir bæði hugrekki og visku.“

Þannig kemst Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur að orði í inngangi þessarar bókar, Leggðu rækt við sjálfan þig, sem fjallar um ábyrgð manneskjunnar, sjálfsstyrkingu og leiðir til að lifa innihaldsríku lífi. Bókin fjallar m.a. um hvernig draga megi úr kvíða og reiði með breyttum hugsunarhætti og styrkja sig til að fylgja eigin sannfæringu í stað þess að láta stjórnast að kvíðanum um hvað örðum finnist. Enn fremur um mikilvægi heilbrigðs sjálfsálits; leiðir til að leysa vandamál, halda uppi samræðum og segja nei án óhóflegrar sektarkenndar.

Þetta er mannbætandi bók og höfundurinn fellur ekki í þá gryfju að boða einfaldar skyndilausnir. Miklu fremur vekur hún athygli okkar á ögruninni sem í því felst að vera heilsteypt manneskja og lifa lífi sínu með fullri sjálfsvitund. (heimild: bakhlið bókarinnar)

Leggðu rækt við sjálfan þig kom fyrst út 1999. Bókin vakti mikla athygli og varð metsölubók.

Anna Valdimarsdóttir er fædd árið 1948. Hún er sjálfstætt starfandi sálfræðingur í Reykjavík frá árinu 1982 og hefur haldið fjölda námskeiða í sjálfsstyrkingu fyrir konur og faghópa. Anna hefur ritað greinar í blöð og tímarit og haldið fyrirlestra um sálfræðileg efni bæði hér á landi og erlendis.

Bókin Leggðu rækt við sjálfan þig er skipt niður í 8 kafla, þeir eru:

  • Þinn eigin lífsförunautur
  • Ég er kona hávaxin, þybbin og elda góðan mat
  • Lítillhátur, ljúfur og kátur
  • Að hugsa og finna til
  • Að sýna sjálfsstyrk
  • Orð eru til alls fyrst
  • Um hamingjuna
  • Að finna lífi sínu tilgang

Ástand: gott bæði innsíður og kápa.

Leggðu rækt við sjálfan þig

kr.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,290 kg
Ummál 20 × 13 × 2,5 cm
Blaðsíður:

294

ISBN

997976161X

Kápugerð:

Kilja óbundin

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002

Hönnun:

Hunang (kápuhönnun)

Ljósmyndir:

Valdimar Sverrisson (ljósmynd af höfundi)

Höfundur:

Anna Valdimarsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Leggðu rækt við sjálfan þig – Uppseld”