Lærum að elda mexíkóskt
Í bókinni Lærum að elda mexíkóskt samanstendur af 10 kennslustundum þar sem kennt er að elda fjölbreytta og bragðmikla rétti, auk þess sem fjallað er um helstu hráefni og matarmeningu Mexíkóa. Í lokin ættu allir að geta slegið upp litríkri mexíkóskri veislu.
Chili-pipar, ferskt kóríander, margs konar baunir að ógleymdum maís- og hveittortillum eru dæmi um hráefni sem koma oft við sögu í þessari bók. Kennt er m.a. að búa til rauða salsasósu, guacamole-mauk og að blanda margarítu – og þá má ekki gleyma sígildum réttum að borð við fajitas með nautakjöti, kjúklingi í mole-sósu og tostadas. Mexíkósk súkkulaðikaff, kaffís með kaniflögum og fleiri gómsætir eftirréttri sem svo punktinn yfir i-ið!
Gestakokkur í þessari bók er Vanessa G. Basanez Escobar sem hefur mikinn áhuga á matargerð frá heimalandi sínu. Vanessa rekur verslunina Plaza Mexico sem býður bæði upp á gjafa- og matvörur frá Mexíkó. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Lærum að elda mexíkóskt er skipt niður í 10 kennslustundir, þeir eru:
- Inngangur: Litríkur og lokkandi matur frá Mexíkó
 - Kennslustund 1: Rauð salsasósa, morgunverður að hætti Mexíkóa
 - Kennslustund 2: Maísaka með nautakjöti
 - Kennslustund 3: Fiskur frá Veracruz, hrísgrjón með svörtum baunum
 - Kennslustund 4: Ostafylltar tortillur, kjúklingasúpa með tortillaflögum
 - Kennslustund 5: Kryddlegnar rækjur sítruslegi, fylltar snátortillur með chili-hakki, krydduð tómatahrísgrjón með baunum
 - Kennslustund 6: Fiskur-taco með kaldir limónusósu, kryddleginn chili-laukur, kaffiís með súkkulaðisósu og kaniflögum, Mexíkósk súkkulaðisósa, stökkar kaniflögur
 - Kennslustund 7: Limónu- og kjúlingasúpa, smábrauð, fajtas með nautakjöti og grænmeti
 - Kennslustund 8: Ofnbakaðar kjúklingavefjur, tvíeldaðar baunir, eggjabúðingur með karamelluihjúp
 - Kennslustund 9: Margatíta, tequila sunrise, kjúklingur í mole-sósu, Mexíkósk súkkulaðiterta
 - Kennslustund 10: Tostadas, mexíkóskar kjötbollur, bananar með kókos
 
Ástand: gott








Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.