Bragð í baráttunni

Matur sem vinnur gegn krabbameini

Á undarförnum árum hefur fólk áttað sig æ betur á að holl og hæfileg næring er einn af grundvallarþáttum góðrar heilsu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jafnvel er unnt að verjast ákveðnum sjúkdómum með skynsamlegu fæðuvali, eða að minnsta kosti draga mjög úr líkum á að þeir nái að grafa um sig.

Í þessari bók er ítarlega fjallað um fjölmargar fæðutegundir sem hafa reynst vel í baráttunni gegn krabbameini. En það þarf líka að kunna að nota þær og framreiða gómsæta og girnilega rétti. Hér eru birtar uppskriftir að hátt á annað hundrað sérútbúnum réttum af öllu tagi, í senn freistandi og meinhollum! Maturinn er við allra hæfi og fyrir öll tilefni: súpur, kjöt- og fiskréttir, brauð, kökur, drykkir og margt fleira. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Bragð í baráttunni – matur sem vinnur gegn krabbameini er skipt niður í þrjá hluta en samtals er bókin með 19 kafla, þeir eru:

  • Fyrsti hluti
    • Stríðið gegn krabbameini: dagleg barátta
    • Krabbamein; spurning um samhengi
    • Offita, stærðarvandamál
    • Mataræði: kjarni krabbameinsforvarna
  • Annar hluti
    • Þang: krabbamein fellur fyrir söng sírenanna
    • Töfrar sveppanna
    • Hörfræ: vefum betri krabbameinsforvörn
    • Krydd og kryddjurtir: bragðið af krabbameinsforvörnum
    • Meltingargerlar: bakteríur sem vilja þér vel
    • Um kál … og krabbamein
    • Hvítlausfjölskyldan: bægir krabbameininu frá
    • Soja: einstök uppspretta krabbameinshamlandi plöntuestrógena
    • Tómatar og blöðruhálskirtilskrabbamein: það er allt í leynisósunni
    • Ber: magur er knár þótt hann sé smár
    • Sítrusávextir: svo miklu meira en C-vítamín!
    • Grænt te: þurrkar upp krabbamein
    • Rauðvín: dagskammtur Metúsalems?
    • Súkkulaði: ástríða og forvörn í einum dökkkum pakka
  • Þriðji hluti
    • Förum að elda!

Ástand: innsíður góðar

Bragð í baráttunni - matur sem vinnur gegn krabbameini

kr.2.000

1 á lager

Vörunúmer: 8501395 Flokkur: Merkimiðar: , ,
SKU: 8501395Flokkur: Merkimiðar: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,250 kg
Ummál 23 × 4 × 23 cm
Blaðsíður:

272 +myndir +Efnisorð: bls. 270-71

ISBN

9789979221036

Kápugerð:

Kilja

Heitir á frummáli

Cuisiner avec les aliments contre le cancer

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2009

Hönnun:

Blær Guðmundsdóttir (umbrot og kápuhönnun)

Íslensk þýðing

Þórunn Hjartardóttir

Höfundur:

Denis Gingras, Richard Béliveau

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Bragð í baráttunni – matur sem vinnur gegn krabbameini”