Lærum að elda japanskt

Í bókinni Lærum að elda japanskt samanstendur af 10 kennslustundum með upskriftum að fjölbreyttum réttum sem eru einkennandi fyrir japanska matargerð, auk þess sem fjallað er um helstu hráefni og matarmenningu Japana. Í lokin ættu allir að geta slegið upp veglegri veislu með japönskum réttum.

Í japanskri matargerð er áherslan annars vegar lögð á ferskan og einfaldan mat og að hráefnið sjálft fái að njóta sín, hins vegar á ýmis sérkennileg en spennandi bragðefni og hráefni eins og tófú, mísó, wasabi-hreðku og þang.

Hér í bókinni er að finna rétti á borð við sojasteikta kjúklingavængi, gyozo-böggla, tígrisrækjur með chili-hvítlaukssósuk, snöggsteikt nautakjöt, mísósúpa, skötusels-teriyaki að ógleymdu hinu viðfræga sushi og sashimi.

Gestakokkur er Hrefna Rósa Sætran sem er ýmsum hnútum kunnug í sambandi við japanska matreiðslu. Hún vann um árabil á Sjávarkjallarnum en rekur nú veitingastaðinn Fiskimarkaðinn. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Lærum að elda japanskt er skipt niður í 10 kennslustundir, þeir eru:

  • Inngangur: Þúsund ára hefð japanskrar matargerðar
  • Kennslustund 1: Mísósúpa, hraðsteiktur kjúklinghur og sveppir
  • Kennslustund 2: Grillað grænmeti með mísó, svínakótilettur
  • Kennslustund 3: Svínakjöt á teini, kjúklinga-núðluréttur
  • Kennslustund 4: Sveppasúpa, glóðarsteiktur túnfiskur, snöggsteikt nautakjöt og grænmeti
  • Kennslustund 5: Kjúklingasalat, tígrisrækjur með chili-hvítlaukssósu, gyoza-bögglar, sesam-ídýfa, sojasteiktir kjúklingavængir
  • Kennslustund 6: Sushi-hrísgrjón, nigiri-bögglar, krabbarúllur, túnfiskrúllur
  • Kennslustund 7: Rækju- og grænmetissjót, grænmeti í kókos-engifersósu, steiktir bananar
  • Kennslustund 8: Tempura-grænmeti, glóðarsteiktur lax á grænmetisbeði, kókos créme brulée
  • Kennslustund 9: Nautakjöts-tataki með engifer og kóríander, sesamhjúpuð lúða með engifer-smjörsósu, glóðaður ananas með kókossírópi
  • Kennslustund 10: Hörpuskelfisks-sashimi með ponzu-dressingu, túnfisk-tataki með soja og jalapeno-salsa, skötusels-teriyanki með tígrisrækjuhrísgrjónum, andabringur með ferskum sojabaunum og mísósósu

Ástand: gott

Lærum að elda japanskt - Hrefna Rós Sætran - Vaka Helgafell 2007

kr.900

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8503003 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 21 × 1 × 28 cm
Blaðsíður:

41 +myndir

ISBN

9789979220626

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2007

Ljósmyndir:

Kristján Maack

Hönnun:

Hunang (umbrot og hönnun)

Ritstjóri

Rut Helgadóttir

Höfundur:

Hrefna Rósa Jóhannsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lærum að elda japanskt – Uppseld”