Íslenskur annáll 1986

Samtíðarsaga í sérflokki

Að þessu sinni er fjallað um árið 1986 í hinum sívinsæla bókaflokki Íslenskur annáll, en eins og kaupendum af fyrri bókum er fullkunnugt um eru ávallt látin líða nokkur ár frá atburðum til þess dags að um þá er skrifað.

Í bókinni er fallað í máli og myndum um flesta þá viðburði sem markverðir þóttu árið 1986 og leitast við að sýna yfirbragð ársins á sem skýrastan og gleggstan hátt. Til þess var m.a. aflað um 400 ljósmynda, þar af er um fjórðungur myndanna í lit, teknar af flestum þekktustu fréttaljósmyndurum landsins, auk skopteikninga Sigmunds.

Árið 1986 var markvert ár fyrir marga hluta sakir. Hagvöxtur var meiri og aflabrögð betri en nokkru sinni. Farið var inn á nýja brautir í kjarasamningum, Hafskipsmálið hélt áfram að vinda upp á sig og síðast en ekki síst má nefna leiðtogafund þeirra Reagans og Gorbatsjoffs. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Íslenskur annáll 1986 er með efnisyfirlit og er það eftir bókstöfum og er á bls. 335-336

Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking

Íslenxkur annáll 1986 Samtíðarsaga í sérflokki

kr.1.800

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,6 kg
Ummál 22 × 3 × 30 cm
Blaðsíður:

336 + myndir +teikningar +nafnaskrá: 328-334 +efnisyfirlit [í stafrófsröð]: bls. 335-336

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Íslenskur annáll, bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1992

Höfundur:

Vilhjálmur Eyþórsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Íslenskur annáll 1986”