Íslensk orðsifjabók

Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, sem er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku. Þar eru skýringar og skýringartilgátur á uppruna og venslum íslenskra orða og orðmynda, jafnt úr fornu máli sem úr nútímaíslensku. Alls eru í bókinni um 25.000 uppflettiorð. Borið er saman við grannmálin, önnur germönsk mál og við fjarskyldari mál þegar þörf er á. Hugmyndir annarra fræðimanna um ýmis torskýrð orð eru dregnar fram og leggur höfundur á þær vel rökstutt mat. Hann leggur mikla áherslu á að skýra erlend tökuorð í íslensku og gefur það bókinni mikið gildi þar sem um mörg þeirra er nú fjallað í fyrsta sinn. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Íslensk orðsifjabók efnisyfirlit:

 • Frá stjórn Orðabókar Háskólans
 • Skammstafanaskrár
  • Tungumálaheiti
  • Ýmsar skammstafanir
  • Skrá um ýmis rit og höfunda
 • Heimildaskrá
 • Til leiðbeiningar við notkun bókarinnar
 • Íslensk orðsifjabók

Ástand: innsíður og kápa góð

Íslensk orðsifjabók Orðabók Háskólans - Ásgeir Blöndal Magnússon

kr.3.900

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,8 kg
Ummál 18 × 6 × 25 cm
Blaðsíður:

xli, 1231

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Orðsbók Háskólans (dreifing: Mál og menning)

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1989

Ritstjóri

Árni Böðvarsson

Höfundur:

Ásgeir Blöndal Magnússon

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Íslensk orðsifjabók – útgáfa 1989 – Uppseld”