Þýsk – íslensk orðabók – tilraunaútgáfa

Orðabók þessi er einkum ætluð til þýskunáms, hvort heldur sem er í grunnskóla, framhaldsskóla, á námskeiðum eða til sjálfsnáms.

Í bókinni eru á níunda þúsund þýsk „uppflettiorð“. Gefnar eru upplýsingar um orðflokka, kyn og kenniföll nafnorða, kennimyndir sagna og fallstýringu. Ennfremur stigbreytingu lýsingarorða þar sem ástæða þótti til, svo og fallstýringu forsetninga. Þá er gefin íslensk þýðing og jafnfram flest skýr dæmi um notkun; í sumum tilvikum samheiti og andheiti. Í nokkrum tilvikum er getið um staðbundna notkun orðsins, svo sem í Austurríki og Sviss.

Fylgt er nýjum reglum um stafsetningu, sem undirritaðar voru 1. júlí 1996 af fulltrúum frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss og Liechtenstein. Þessar reglur tóku gildi 1. Ágúst 1998 og er aðlögunartími til júlíloka 2005.

Ástand: bókin er það vel með farin að hún er en í plastinu.

Þýsk íslensk orðabók framhlið

kr.800

1 á lager

Vörunúmer: 800301016 Flokkur: Merkimiðar: ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,480 kg
Ummál 15 × 2,5 × 21,5 cm
Blaðsíður:

260

ISBN

9789979670469

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Iðnú

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2004

Höfundur:

Steinar Matthíasson