Ingólfur á Hellu – umhverfi og ævistarf

Í þessu síðara bindi endurminninga sinna heldur Ingólfur Jónsson  fyrrum alþingsmaður og ráðherra áfram að segja sögu sína, sem jafnframt er saga þjóðarinnar á þessum tímna. Í fyrra bindi var þar staldrað við, sem myndun Viðreisnarstjórnarinnar var orðin að veruleika. Í þessu bindi rekur Ingólfur síðan sögur Viðreisnarinnar og stjórnmálaafskipti sín frá því um 1960 fram á þennan dag.

Viðreisnartímabili, sjöundi áratugurinn, er ótvírætt mesta framfaraskeið íslensku þjóðarinnar á þessari öld. Þá tók allt þjóðlífið svo stórstígum framförum, að engum öðrum tíma verður við jafnað. Á Viðreisnartímabilinu gengu Íslendingar loks til fulls inn í tuttugustu öldina. Ingólfu var ráðherra og alþingismaður allan tímann, og því er ómetanlegur fengur að frásögn hans um þennan tíma, ekki síst vegna þess að áður hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í Viðreisnarstjórninni ekki fjallað um þennan tíma á svo rækilega hátt. Tugir manna koma við sögu í þessari bók, allir helstu áhrifamenn þjóðarinnar á síðari árum, og margir þeirra eru enn í fremstu víglínu stjórnmálanna. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Ingólfur á Hellu umhverfi og ævistarf eru 24 kaflar

  • Haldið áfram
  • Meira um kjördæmamálið
  • Viðreisnin undirbúin
  • Landhelgismálið
  • Átök um sexmannanefndina
  • Átök
  • Viðfangsefni á sviði landbúnaðarmála
  • Stjórnarráðið
  • Samgöngumál
  • Nú segir frá orkumálum
  • Ferðamál
  • Framkvæmdastofnun, umdeild stofnun
  • Í viðreisnarstjórninni, framhald
  • Fáein orð um störfin á Alingi 1959-1971
  • Flokksmálefni
  • Ný vinstri stjórn
  • Kosningar 1974
  • Þingmennsulok mín
  • Á heimaslóðum
  • Þankabrot um ýmislegt
  • Svipmyndir úr fórum samtíðarmanna
  • Lokaorð bókarhöfundar
  • Kosningaúrslit í Suðurlandskjördæmi 1963-1974
  • Skrá um heimildir. Leiðréttingar. Nafnaskrá …

Ástand: gott bæði innsíður og kápuefni.

Ingólfur á Hellu umhverfi og ævistarf síðara bindi - Páll Líndal - Fjölnir 1983

kr.1.800

1 á lager

Vörunúmer: 8502978 Flokkar: , Merkimiðar: , , , ,