Hugmyndir sem breyttu heiminum
Í bókinni Hugmyndir sem breyttu heiminum, sem er myndskreytt á áhrifaríkan hátt, fjallar hinn virti rithöfundur og fræðimaður Felipe Fernández-Armesto um 175 lykilhugmyndir sem hafa breytt heiminum frá árdögum mannkyns til okkar tíma.
Hugmyndir manna um eilíft líf, heilagt stríð, brjálaða vísindamanninn og hjónaband byggt á ást eru meðal þeirra sem teknar eru til skoðunar. Í bókinni kemur fram fersk og sannfærandi sýn á ýmsa grundvallarþætti mannlífsins – allt frá dýpstu rökum tilverunnar til hversdagslegustu fyrirbæra.
Felipe Fernández-Armesto er Spánverji að hálfu og Englendingur að hálfu. Hann er búsettur á Englandi, starfar sem háskólaprófessor og kennir sögu og landafræði í Oxford og London. Þá hefur hann starfað sem sendikennari við ýmsa háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum, ritað blaðagreinar í ýmis blöð og tímarit, flutt útvarpserindi um margvísleg efni og tekið þátt í gerð handrita fyrir sjónvarpsmyndaflokka sem byggðir eru á bókum hans. (Heimild: MBL, 4. feb. 2005)
Bókin Hugmyndir sem breyttu heiminum er skipt niður í 7 kafla, þeir eru:
- Hugur veiðimannsins 30.000-10.000 f.Kr.
- Upp úr leðjunni 10.000-1.000 f.Kr.
- Svo mælti Zaraþústra 1000 f.Kr.-0 e.Kr
- Trúarhugmyndir 0-1400 e.Kr
- Aftur til framtíðar 1400-1800
- Framfarablekkingin 1800-1900
- Öld óvissunnar 1900-2000
- Atriðaorðaskrá
Ástand: gott en kápan þreytt, búið að nafnamerkja á saurblað
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.