Hollt og gott fyrir alla – Úr tímariti sykursjúkra

Tímarit samtaka sykursjúkra, Jafnvægi hefur komið út reglulega í hartnær 40 ár. Í hverju tölublaði hafa birst mataruppskriftir og nú höfum við tekið þær helstu saman í eina bók.

Matur er mannsins megin segir á góðum stað og það má með sanni segja að fyrir fólk með sykursýki skiptir matur enn meira máli en fyrir marga aðra. Enda er matur og matar uppskriftir það sem fólk spyr mest um þegar það hefur samband við samtök sykursjúkra.

Uppskriftirnar sem hér birtast eru fyrir mat sem er hollur og góður fyrir alla, ekki bara þá sem eru með sykursýki. Enda viljum við meina að maturinn sem mælt er með fyrir fólk með sykursýki sé matur sem mælandi er með fyrir alla þá sem umhugað er um hvað þeir borða. (Heimild: formáli bókarinnar)

Bókin Hollt og gott fyrir alla er skipt niður í átta kafla, þeir eru:

  • Salöt
  • Léttir réttir og meðlæti
  • Súpur
  • Fiskréttir
  • Kjötréttir
  • Brauð og kökur
  • Eftirréttir
  • Ýmislegt

Ástand: gott bæði innsíður sem kápa

Hollt og gott fyrir alla_úr tímariti sykursjúkra

kr.1.200

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501359 Flokkur:
SKU: 8501359Flokkur:

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 16 × 2 × 21 cm
Blaðsíður:

147 +myndir

ISBN

9789979727712

Kápugerð:

Gormabók

Útgefandi:

Samtök sykursjúkra

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2015

Hönnun:

Halldór B. Kristjánsson (umbrot)

Teikningar

Sólveig Alda Halldórsdóttir

Ritstjóri

Fríða Bragadóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hollt og gott fyrir alla – Úr tímariti sykursjúkra – Uppseld”