Hestar og menn 1987

Árbók hestamanna

Einn þeysti á skellinöðru upp á Kjalarnes með hnakkinn sinn á bakinu, annar lærði hestamennsku af rollukörlum suður í Hvassahrauni en sá þriðji var með hesta í litlum skúr niður við Elliðavog. Og hverjir eru þessir menn? – Í dag eru þetta afreksknaparnir okkar, íþróttamennirnir sem gerðu garinn frægan á heimsmeistaramótinu í Aussturríki og glöddu augu áhorfenda á stórum og smáum mótum hérna heima. Í þessari nýstárlegu hestabók er rakinn ferill þessara manna og margra fleiri, hér eru þau öll, Reynir Aðalsteinsson, Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Sæmundsson, Hafliði Halldórsson, Eiríkur Guðmundsson, Peter Schröder, Bernd Vith og Els van der Tas. Hér er einnig sagt frá helstu mótum á liðnu ári, bæði hér á landi og erlendis. Í bókinni er fjöldi ljósmynda og teikninga. Þetta er bók sem enginn hestamaður getur látið framhjá sé fara. Hestar og menn eru sannkölluð árbók hestamanna 1987. (Heimild: Formáli bókarinnar)

Bókin Hestar og menn 1987 eru 19 kaflar, þeir eru:

  • Hestamót 1987
  • Birgir Árnason
  • Fjórðungsmót á Norðurlandi
  • Eiríkur Guðmundsson
  • Unglingar 1987
  • Íslandsmót 1987
  • Heimsmeistaramót í Austurríki
  • Sigurbjörn Bárðarson
  • Bernd Vith
  • Reynir Aðalsteinsson
  • Peter Schröder
  • Sævar Haraldsson
  • Erling og Benedikt
  • Sigurður Sæmundsson
  • EM og þátttaka Íslendinga
  • Skeiðameistaramótið
  • Úrslit móta 19878

Ástand: gott

Hestar og menn 1987 Árbók hestamanna 1987

kr.1.300

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,840 kg
Ummál 23 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

224 +mynidr +töflur

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Skjaldborg

Útgáfustaður:

Akureyri

Útgáfuár:

1987

Höfundur:

Guðmundur Jónsson, Þorgeir Guðlaugsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hestar og menn 1987”