Grænmetisréttir af gnægtaborði jarðar
Sígildar uppskriftir frá öllum heimshornum
Í þessari fallegu bók fer höfundurinn Robert Budwig á grænmetismarkaði á Ítalíu, í Frakklandi, Marokkó, Taílandi og á Indlandi og færir okkur heilsusamlegar og ljúffengar uppskriftir frá þessum löndum. Hann hefur teiknað skemmtilegar myndir af litskrúðugu mannlífinu á mörkuðunum og þeim gómsætu afurðum sem þar eru til sölu.
Í bókinni eru rúmlega 120 klassískar upskriftir að súpum og forréttum, salati og aðalréttum og kemur þar bæði kunnuglegt og nýstárlegt grænmeti við sögu. (heimild: bakhlið bókarinnar).
Bókin Grænmetisréttir af gnægtaborði jarðar er skipt niður í 8 kafla, þeir eru:
- Markaðir á Ítalíu
 - Markaðir í Frakklandi
 - Markaðir í Marokkó
 - Markaðir í Taílandi
 - Markaðir á Indlandi
 - Markaðir í Mexíkó og Guatemala
 - Markaðir í Kaliforníu
 - Yfirlit
 
Ástand: gott








Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.