Fríða og Dýrið
Hér segir frá hrokafullum, sjálfelskum og harðbrjósta prins. Þegar gömul kona leitar húsaskjóls í kastalanum rekur prinsinn hana á dyr. Hún reynist vera göldrótt og breytir prinsinum í andstyggilega ófreskju. Til þess að létta álögunum verður prinsinn að læra að elska aðra menneskju og ávinna sér ást hennar…
Disneybók sem byggir á mynd frá Walt Disney sem kom út árið 1991 og heitir Fríða og dýrið og heitir á frummáli Beauty and the Beast.
Myndin Fríða og dýrið byggir á franskri þjóðsögu sem var rituð fyrst af Gabrielle-Suzanne Barbot de Villeneuve og koma út á prenti 1740. Saga þessi var síðan endurrituð af Jeanne-Marie Leprince de Beaumont. Kom út á prenti árið 1756 og heitir á frönsku La Belle et la Bête og hún er grunnurinn sem myndin byggir á.
Ástand: gott