Fley og fagrar árar
Þessi hraðkviki minningaspuni Thors Vilhjálmssonar er skrifaður í svipuðum anda og hin vinsæla bók hans, Raddir í garðinum. Hér kallar eitt atvik á annað, ein mannlýsing kveikir aðra og ólíkir staðir lifna fyrir augum lesandans. Saman fer kunnur stílgaldur höfundar, skáldlegt auga sem ekki á sinn líka og frásagnargleði mikils sagnamanns.
Öðrum þræði er þessi bók ferðasaga, rétt eins og allar bækur Thors Vilhjálmssonar, sögusviðin víxlast hratt: Róm árið 1968, Vestmannaeyjar 1973, England 1947, Japan 1984 eru meðal fjölmargra staða sem við sögu koma og ttextinn er hafsjór af frjóum athugunum, djúpskyggnum lýsingum á ólíkum samferðamönnum og – skemmtilegum sögum. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott, innsíður góðar
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.