Fagri blakkur – Anna Sewell – sígildar sögur með litmyndum
Hin alkunna saga um Fagra Blakk, þar sem breskir rithöfundurinn Anna Sewell bregður upp myndum úr ævi hests, kom fyrst út 1887, þegar hestar voru enn látnir draga alla vagna. Sagan var samin sem varnarskjal fyrir dýrin í þeirri von, að hún gæti stuðlað að bættri meðferð þeirra, enda fór það svo, að ævintýri Fagra Blakks, raunir hans og ánægjuleg atvik, sem fyrir hann komu, hrærðu hjörtu óteljandi lesenda um víða veröld, og höfundurinn gat sér samstundis mikla frægð.
Anna Sewell naut þess þó aldrei að eignast hest eða sitja hann, því að lengst af var hún öryrki. En hún unni hestum og skrifaði um þá af samúð og skilningi.
Anna Sewell (30. mars 1820 – 25. apríl 1878) var breskur barnabóka rithöfundur. Fagri Blakkur kom fyrst út hjá Jarrolds útgáfunni 24. nóvember 1877. En Anna Sewell seldi útgáfuréttinn af Fagra Blakk fyrir 40 pund. Hér er þetta fræga verk í endursögn Jane Carruth.
Ástand: gott