Elías á fullri ferð

Elías og foreldrar hans eru enn í Kanada. Magga móða er gift Misja og sest að á hæðinni fyrir ofan í blokkinni. Og það, segir pabbi Elíasar, var ekki það sem hann hugsaði sér þegar hann flúði frá Möggu alla leið til Kanada.

Það sem pabba þykir best af öllu er friður. En það er aldrei friður.

Fyrst skellur yfir þau gestaplága svo skæð, að mamma og pabbi eru að hugsa um að flýja að heiman. Elíasi tekst að hrekja gestapláguna burtu, að vísu emð nokkuð grófum ráðum.

Til að ná sér eftir gestina ákveður pabbi að fara í útilegur. Í náttúrunni er nefnilega grænn friður, sem er ennþá betri en venjulegur heimilisfriður

Og þetta hefði orðið friðsamleg útilega ef Magga og Misja og flautan hans hefðu ekki komið með. Því þá hefðu þau ekki hitt dansandi björninn. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Elías á fullri ferð - Auður Haralds

kr.800

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,390 kg
Ummál 17 × 1 × 22 cm
Blaðsíður:

112 +teikningar

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1985

Teikningar

Brian Pilkington

Höfundur:

Auður Haralds

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Elías á fullri ferð – Uppseld”