Ég skrifaði mig í tugthúsið

Validmar Jóhannsson bókaútgefandi segir frá

Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi hefur lifað langa og viðburðaríka ævi. Ungur ritstjóri eigin blaðs á hernámsárunum lenti hann í ónáð hjá Bretum vegna skrifa sinna, var hann dæmdur fyrir landráð og sat í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í þrjátíu daga. Þetta er ótrúleg saga en sönn.

Valdimar er Svarfdælingur og ólst upp við fátækt og einangrun íslenska bændasamfélagsins. Þrátt fyrir berklaveiki tókst honum að brjótast til mennta, hann var kennari og blaðamaður um skeið, en haslaði sér síðan völl sem bókaútgefandi. Andúð hans á her og vopnuðu valdi endurspeglast í stofnun og störfum Þjóðvarnarflokks Íslands, en hann var fyrsti formaður hans.

Frásögn Valdimars er í senn kímin og trúverðug, skemmtileg aflestrar og skrifuð af listfengi. Höfundur bókarinnar, Gylfi Gröndal, er reyndur ævisagnahöfundur. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Ég skrifaði mig í tugthúsið eru 43 kaflar, þeir eru:
  • Dýrgripir í kofforti
  • Með auðsæjum glæsibrag
  • Óhöpp á Hamri
  • Rögnvaldur í Dæli og réttargjaldið
  • Ljúf og lofsæl
  • Bjartar framtíðarvonir
  • Uggvænlegasta upphæðin
  • Dauðadómur
  • Appelsínur og vatnssalerni
  • Sveitapiltur í smáþorpi
  • Þegar jörðin gekk í öldum
  • Gildi frjálsrar samkeppni
  • Á skólabekk í fyrsta sinn
  • Bátur í lýsishafi
  • Griðastaður ferðalanga
  • Skipbrotsmenn á jólum
  • Eftir sextán ár
  • Þýðingar í Dvöl
  • Kornungur kennari
  • Ævintýrið
  • Vökumenn Íslands
  • Ég er fjöðrin
  • Skorið á öll bönd
  • Menningarfulltrúi Carlsbergs á Íslandi
  • Það mæðist, það mæðist
  • Rómantík í viðsjárverðum heimi
  • Eins og tannhjól í vél
  • Blaðið sem beðið var eftir
  • Skrifað í kapp við setjara
  • Dæmur fyrir landráð
  • Hafragrautur með sykri í tugthúsi
  • Blaðamaður við Alþýðublaðið
  • Metsölubókin Kona manns
  • Með annan fótinn í prentsmiðjum
  • Skyrta í staðinn fyrir bók
  • Allt lagt að veði
  • Ólöglegur söluskattur
  • Fyrir hönd fósturjarðarinnar
  • Frjáls þjóð
  • Í liðsbón á heimaslóðum
  • Að sofa í tveimur flokkum
  • Jólakonfetið og Alistair McLean
  • Þegar jötunuxinn flýgur
  • Viðauki
    • Heimildarskrá
    • Nafnaskrá

Ástand: gott

Ég skrifaði mig í tugthúsið - Gylfi Gröndal

kr.1.400

1 á lager

Vörunúmer: 8502008 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,720 kg
Ummál 18 × 3 × 25 cm
Blaðsíður:

260 +myndir

ISBN

978997953284X

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Forlagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1995 (1. prentun)

Hönnun:

Grafít (kápuhönnun)

Höfundur:

Gylfi Gröndal

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ég skrifaði mig í tugthúsið”