Brauðréttir Hagkaupa
240 afbragðs uppskriftir
Brauðréttir Hagkaupa er góð og einföld bók, sem fjallar um flest það sem við kemur brauðréttum, t.d. samlokur, snittur, brauðtertur, heita og kalda rétti og margt fleira.
Allir ættu örugglega að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem um er að ræða lítið heimboð eða stóra veislu. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin hefur að geyma 11 kafla með undirköflum, þeir eru:
- Samlokur
- Ítalskar snittur
- Brauðtertur
- Heitir réttir
- Kaldir réttir
- Bökur
- Pinnamatur
- Pitsur
- Salöt
- Snittur
- Tillögur
Bók þessi er ein af mest seldu matreiðslubókum Hagkaups. Jói Fel hefur verið höfundur af þremur bókum á vegum Hagkaups, þær eru kökubók Hagkaups (1996), Brauðréttir Hagkaupa (2002) og Brauð og kökubók Hagkaups (2009). Auk þess er hann höfundur matreiðslubókarinnar Eldað með Jóa Fel (2010) og Grillað með Jóa Fel (2013).
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.