Bör Börsson útgáfa 1944 -1945 – 1. útgáfa
Líklega eru fáar bækur til á íslensku sem lýsa jafn skemmtilega nýríkum og fáfróðum athafnamanni og Bör Börsson, enda sló sagan rækilega í gegn er Helgi Hjörvar las hana í útvarp árið 1944. Fundum og mannamótum var aflýst á upplestrartíma og göturnar tæmdust svo helst mætti jafna við Eurovision keppni nútímans og persónur sögunnar voru óspart heimfærðar upp á samtíma Íslendinga.
Höfundur verksins Johan Falkberget, var meðal virtustu skálda sinnar kynslóðar í Noregi á fyrri helmingi þessarar aldar. Saga hans um Bör Börsson kom fyrst út 1920 og var prentuð í mörgum útgáfum. Urðu vinsældirnar slíkar að Falkberget bætti síðar við annarri sögu um Bör.
Fyrsta útgáfa hér á landi kom út í tveimur bindum og komu þær út á árunum 1944 fyrsta bindi og síðari koma árið 1945.
Ástand: gott; Innsíður og binding góð, lausa síðan á bindi 1 orðið þreytt.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.