Benjamín mamma mín og MS

Mamma hans Benjamíns er veik. Hún er alltaf að gleyma eða týna hlutum og skyndilega á hún erfitt með gang, sér allt tvöfalt og getur ekki lengur klætt sig sjálf. Mamma hans Benjamín er með Multiple Sclerosis (MS) og Benjamín er að læra í fyrsta skipti hvað það þýðir að mamma hans fái köst.

Benjamín er að byrja að skilja og sætta sig við sjúkdóm móður sinnar. Hann fær góða hjálp við það frá ættingjum og vinum. Hann skilur það að hann getur hjálpað til, en líka að hann má ekki gleyma að sinna sjálfum sér. Hann lærir hvað það er mikilvægt að tala um vandamálin og þiggja hjálp frá öðrum. Hann lærir nógu mikið til að geta flutt verkefni um sjúkdóminn og ástand mömmu sinnar í skólanum. Það mikilvægasta sem hann hefur lært um sjúkdóminn er að mamma hans mun ekki deyja úr MS.

Þessi bók segir okkur, á skýran og tillitssaman hátt, sögu MS sjúklings og sonar hennar. Hún svarar spurningum okkar og hvetur þá sem þjást af sjúkdómnum til að ræða um það sem þeim liggur á hjarta.. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Benjamín mamma mín og MS  er ekki kaflaskipt

Ástand: gott

Benjamín mamma mín og MS - Stefanie Lazai og Stephan Pohl

kr.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,350 kg
Ummál 1 × 1 × 27 cm
Blaðsíður:

43 +myndir

ISBN

9789163362903

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Bayer AB

Útgáfustaður:

Solna

Útgáfuár:

2010

Teikningar

Stephan Pohl

Íslensk þýðing

Berglind Ólafsdóttir

Höfundur:

Stefanie Lazai

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Benjamín mamma mín og MS”