Benjamín H.J. Eiríksson – í stormi sinna tíðar
Benjamín Eiríksson hefur átt órtúlega ævi. Hann er sjómannssonur úr Hafnarfirði, sem fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi. Hann var stúdent frá Berlín og varð þá vitni að valdatöku Hitlers og þinghúsbrunanum. Hann var byltingamaður í Moskvu, þegar ógnarstjórn Stalíns var að ná hámarki, en vinkona hans var handtekin að Halldóri Laxness viðstöddum og hvarf inn í Gúlagið ásamt dóttur þeirri. Hann var fyglismaður Bryjólfs Bjarnasonar og átti þátt í því að stofna Sósíalistaflokkinn, en gekk úr honum ásamt Héðni Valdimarssyni. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Hardward-háskóla, var hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, en gerðist efnahagsráðunautur og bankastjóri á Íslandi og beitti sér þá fyrir afnámi haftabúskaparins. Hann var vinur og samsverkamaður Bjarna Benediktssonar, Ólafs Thors og Eysteins Jónssonar. Hann sagði af sér bankastjórastarfi, þegar hann fékk köllun, en ráðamenn töldu hann geðveikan, og hefgur hann síðian fengist við biblíulestur og ritstörf. Frá öllu þessu segir Benjamín þi þessari einstæðu ævisögu, sem dr. Hannes Hómsteinn Gissurarson prófessor skrásetti. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
- 1. hluti: 1910-1928 Fólk fjallræðunnar
- II. hluti: 1928-1938 Þar rauður loginn brann
- III hluti: 1938-1949 Í blíðu og stríðu
- IV hluti: 1949-1996 Lögmál auðs og eklu
Ástand: lausa kápan er orðin þreytt en innsíður eru góðar







Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.