Ásta málari

Saga af óvenjulegu lífi og baráttu Ástu Árnadóttur

Líf Ástu Árnadóttur, sem jafnan var kölluð Ásta málari, var eitt óslitið ævintýr. Hún fæddist í Narfakoti í Njarðvíkum 1883, en fluttist á miðjum aldri til Vesturheims og var búsett þar til dauðadags 1955. Atorka Ástu og áræði var með ólíkinum. Hún gerðist húsamálari, svo að hún fengi kaup á við karlmenn og gæti stutt móður sína, sem varð ung ekkja með stóran barnahóp. Barátta hennar á þessu sviði hlýtur að teljast athyglisverð. Hún tók sveinspróf í málaraiðn í Kaupmannahöfn og meistarapróf í sömu grein í Hamborg. Hún er fyrsta íslenzka konan sem tekur próf í iðngrein, og fyrsta konan sem tekur meistarapróf í málaraiðn, ef ekki í öllum heiminum þá að minnsta kosti í Evrópu. En ef til vill mun persónusaga Ástu vekja mesta athygli. Hún segir frá lífi sínu af óvenjulegri hreinskilni og einlægni . (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Ásta málari eru 23 kaflar, þeir eru:

  • Málaðu nú, barn
  • Fólkið í húsinu
  • Ekkja með tíu börn
  • Vinnukona fyrir austan
  • Vaðmál í sumarkaup
  • Gamanleikari af guðs náð
  • Málaranemi í Reykjavík
  • Til kóngsins Kaupinhafnar
  • Undir verndarvæng Betaníu
  • Sveinspróf í ráðhúsinu
  • Erfiðishendur
  • Frúin í Hamborg
  • Á móti straumnum
  • Meistarapróf
  • Óskir beztu allra þjóðar
  • Húsfreyjur mótmæla
  • Rigningasumarið mikla
  • Sólskinsblettur
  • Þrettán börn í Ameríku
  • Lífið í Tanganum
  • Eldsvoði
  • Hús reist – úr engu
  • Lastaðu ei laxinn
  • Viðauki
    • Eftirmáli
    • Heimildaskrá
    • Nafnaskrá

Ástand: gott

Ásta málari - Gylfi Gröndal

kr.2.400

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502319 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,520 kg
Ummál 17 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

187 +myndasíður +nafnaskrá: bls. 185-187 +eftirmáli: bls. 181-182

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Bókbindarinn

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1975

Hönnun:

Rafn Hafnfjörð (kápuhönnun)

Höfundur:

Gylfi Gröndal

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ásta málari – Uppseld”