Aladdín
Hið aldagamla og víðkunna ævintýri um Aladdín úr Þúsund og einni nótt birtist hér í óviðjafnanlegum törfrabúningi Disneys.
Sagan er full af göldrum, spennu og rómantík þar sem lesandinn slæst í för með Aladdín, fagurri prinsessu, fljúgandi teppi, gríðarstórum bláum anda, apa og talandi páfagauk kí ógleymanlegri baráttu um töfralampa sem færir eiganda sínum mikil völd … (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: kápan er í góðu formi og innsíðurnar góðar.
Aladdín (arabíska: علاء الدين, ʻAlāʼ ad-Dīn) er þjóðsaga sem er talin vera af miðausturlenskum uppruna þótt fátt sé í raun vitað um uppruna hennar annað en að Antoine Galland sem þýddi sagnabálkinn Þúsund og eina nótt bætti henni við ritið fyrir frönsku útgáfuna 1710. Hann sagðist hafa heyrt hana frá maróníta frá Sýrlandi í París. Engir upprunalegir textar með sögunni á arabísku hafa fundist utan tveir sem taldir eru falsanir, þ.e. þýðingar úr frönsku á arabísku gerðar eftir útgáfu Gallands. (heimild: Wikipedia)