Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja
Endurminningar Björns Sv. Björnssonar
Er Björn Sv. Björnsson kom heim til Íslands árið 1946 eftir að hafa setiði í fangelsi í Danmörku sakaður um stríðsglæpi beið faðir hans, forseti Íslands, komu hans á Bessastöðum. Hann tók af Birni loforð um að segja sögu sína aldrei. Síðan var ferill hans á styrjaldarárunum þoku hulinn.
Hver var raunverulega saga forsetasonarins sem varð foringi í hersveitum Hitlers, sat í fangelsi sakaður um stríðsglæði, kom heim til Íslands en flutti síðan til Suður-Ameríku þangað sem fjölmargir liðsmenn Hitlers leituðu eftir stríð? Af hverju varðist hann aldrei þeim óhróðri sem á hann var borinn?
Danir kolluðu hann „manninn á bak við áróður Þjóðverja í Danmörku“. Um hann og verk hans spunnust ótal sögusagnir manna á meðal og ekki var minna skrafað um lausn hans úr fangelsi. Voru sögurnar sannar? Um það fengust engin svör, því að Björn hélt loforðið er hann gaf foreldrum sínum um að ræða aldrei þetta tímabil ævi sinnar og hafa ekkert samband við fyrri félaga.
Eftir heimkomuna hafði Björn á sér svartan stimpil í augm margra samferðamanna sinna og ef til vill dæmdu þeir hann harðast, sem minnst vissu. Ferill hans var litríkur og ævintýralegur og spor hans hafði víða legið, en jafnan hefur þó hvílt skuggi yfir hluta af ævi hans og mörgum spurningum hefur verið ósvarað. Eftir meira en fjörtíu ára þögn segir hann sögu sína í fyrsta sinn – söguna sem ekki mátti segja. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja. Endurminningar Björns Sv. Björnssonar, hefur 27 kafla, þeir eru:
- Sagan sem ekki mátti segja
- Bernskuár við Tjörnina
- Til Charlottenlund og heim
- Í Búdapest og á Skagen
- Fiðlu-Björn
- Ung fjölskylda í útlöndum
- Leið Hitlers í valdastólinn
- Uppgangstímar
- Suðurferðir
- Blikur á lofti
- Leifturstríð
- Afdrifarík ákvörðun
- Hálfa leið til Síberíu
- Herför á sjevrólett
- Í junkaraskóla
- Til Danmerkur með eina ritvél
- Samskipti við Íslendinga
- Útvarpsstjóri í tíu daga
- Blóðugir friðardagar
- Ár í danskri varðhaldsvist
- Heimkoman
- Ferð til fjarlægrar álfu
- Nýir og gamlir kunningjar
- Í vinnu hjá Könum og NATO
- Britannica
- Heima á Íslandi
- Horft um öxl
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.