Hrói höttur prins þjófanna

Í kynningu útgefanda segir: „Í þessari bók er að finna söguna af skógarmanninum Hróa hetti og félögum hans. Þessi saga, sem gerðist að mestu leyti í Skírisskógi er fyrir löngu þekkt um allan heim. Ungir lesendur hafa lesið söguna með ánægju og hún oftar en ekki orðið þeim minnisstæð alla ævi. Hrói höttur barðist alla tíð við óréttlát yfirvöld. “

Ástand: innsíður góðar, kápa góð. Notuð bók.

ATH!

ATH! Hrói höttur er persóna úr enskum þjóðsögum frá miðöldum. Sögurnar gerast á Englandi, nánar til tekið í Skírisskógi (e. Sherwood Forrest) í Nottinghamshire í Englandi. Flestir sagnfræðingar eru þó á því að Hrói hafi verið fæddur í Loxley í suðurhluta York-héraðs og að hann sé grafinn í Kirkleesklaustri í vesturhluta Yorkhéraðs.

Í nýrri útgáfunum af sögunum og þeim sem þekktari eru er Hrói mikil hetja sem berst gegn óréttlæti og harðstjórn og er þekktur fyrir að stela frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku. Hrói höttur er því orðinn eins konar staðalímynd manneskju sem er tilbúin til að gera hvað sem er, meira að segja brjóta lögin, til að aðstoða þá sem minna mega sín.

Skírisskógur er 4,23 km² að stærð í dag og er í eigu bresku krúnnar og er í Notthinghamshire á Englandi í kringum þorpið Edwinstowe. Svæði þetta hefur verið skógur síðan frá síðustu ísöld. Í Skírisskógi er hin frægu eikatré Major Oak þessi eikatré eru samkvæmt þjóðsögunni um Hróa hött hans athvarf. Þessi eikatré eru um 800 – 1000 ára gömul, áætlað er að hvert tré vegi um 23 tonn og er 28 metrar á hæð.

kr.1.000

1 á lager

Vörunúmer: 800201046 Flokkar: , Merkimiðar: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,274 kg
Ummál 16 × 1,5 × 24 cm
Blaðsíður:

144

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Skjaldborg

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1991

Teikningar

Bjarni Jónsson (káputeikning)

Íslensk þýðing

Gísli Ásmundarson

Höfundur:

Þjóðsaga frá Englandi