Nýju fötin keisarans
Nýju fötin keisarans er eitt af þekktustu ævintýrum H.C. Andersen. Hér segir frá keisara nokkrum sem hefur ekki áhuga á neinu nema fallegum fötum og eyðir mestum tíma sínum í fataskápnum. Dag nokkurn koma til hans tveir menn sem bjóðast til að sauma handa honum föt úr heimsins fegursta vefnaði.
Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913) var þýðand af þessari bók. Steingrímur var mikilvirkur þýðandi og sneri meðal annars á íslensku Þúsund og einni nótt og þýddi Ævintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Þá þýddi hann fjölda ljóða eftir ýmis frægustu skáld Evrópu og orti sjálfur í anda rómantísku stefnunnar. Var hann eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar í þjóðfrelsisbaráttunni og sýnir kvæði hans Vorhvöt vel afstöðu hans í stormum þeirra átaka.
Ævintýrið kom fyrst út í bókinni Eventyr, fortalte for Børn 1837.
Ástand: innsíður og kápan góð.