Umönnun ungbarna
Hagnýtar leiðbeiningar handa þeim sem annast ungbörn. Í bókinni er m.a. fjallað um: að gefa barninu, allt frá brjósta- eða pelagjöf þar til barnið fer að borða sjálft, að skilja og sefa grátandi barn, að stuðla að heilbrigðum þroska, að þekkja einkenni sjúkdóma, að gera leiktímann skemmtilegan án þess að slakað sé á öryggi o.m.fl. Í þessari bók eru allar nauðsynlegar upplýsingar um hvernig á að halda á nýfæddu barni, gefa því, bera það á milli staða, skipta á því, klæða það, sefa og hugga þar til það verður eins árs. Allar upplýsingar eru aðgengilegar og auðvelt að skoða. (Heimild: Bókatíðindi, 2000)
Bókin er skipt niður í 13 kafla með undirköflum, þeir eru:
Barnið handleikið
- Barnið borið á milli staða
- Grátandi barn huggað
- Barnið reifað
- Næring barnsins
- Bleiur og bleiuskipti
- Barnið klætt
- Barnið lagt til svefns
- Ungbarnið þvegið
- Dagleg umhirða
- Leikið við barnið
- Leikir foreldris og barns
- Merki um veikindi
- Skyndihjálp fyrir ungbörn
- Atriðaorðaskrá
Ástand: gott bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.