Nýtt líf í hjónabandið
Bók sem hjápar þér að fá meira út úr lífinu og forðast árekstra í samskiptum
ÞETTA er sjálfshjálparbók fyrir þá sem eiga í erfiðleikum í hjónabandi. Nægilega stór ætti markhópurinn að vera, því að svo virðist sem flestum hjónum reynist ærið erfitt að halda friðinn. Þetta segi ég blákalt vegna þeirrar reynzlu sem flestir heimilislæknar hafa af því að vinna með fólki og skyggnast með því undir gljáfægt yfirborð lífsins. Ekki er allt sem sýnist í henni veröld.
Höfundurinn, Michele Weiner- Davis, er meðferðarráðgjafi sem sérhæfir sig í hjúskaparvanda. Ekki kemur fram hvernig menntun hennar hefur verið háttað. Hún notar aðferð sem hún kallar SKM, með öðrum orðum skammtímameðferð til lausna. Aðferðin snýst um það að leggja áherzlu á lausnir, ekki vandamál, einbeita sér að nútíð og framtíð, ekki fortíð, með fögrum fyrirheitum um skjótan árangur. (Heimild: MBL, 11 des. 1997)
Bókin er skipt niður í þrjá hluta, þeir eru:
- 1. hluti
- Skilnaður er ekki lausnin
- Blekkingar sem leiða til upplausnar
- Hvað er skammtímameðferð til lausnar (SKKM) og hvernig kemur hún sem fyrst að gagni?
- 2. hluti
- Það þarf bara einn til: Hjónabandinu má breyta með því að breyta sjálfum sér?
- Leggið á minnið það atferli sem gerir gagn
- Rjúfið vanann: Hættið því sem spillir
- Gleddu sjálfan þig stöku sinnum
- 3. hluti
- Gerðu breytingar varanlegar
- Dugar að vinna með hjónabandið?
- Niðurlagsorð
Ástand: gott bæði innsíður og kápa.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.