Feimni
Hvers vegna? Hvað er til ráða?
Er hægt að vinna bug á feimni? Svarið er já? Ótrúlega margir líða fyrir feimni einhvern tíma ævinnar en þessi bók sýnir á að gengilegan hátt, að hægt er að brjóta af sér feimnisfjötrana ef einlægur ásetningur og vilji er fyrir hendi. Það liggur ekki alltaf í augum upp hver er feiminn. Höfundur vitnar í margt frægt fólk og lýsir hvernig það hefur glímt við feimni, komist yfir hana eða notað sér til framdráttar í starfi.
Höfundur leitar svara við orsökum feimni og lýsir áhrifum hennar, hvernig vanmetakennd og áhyggjur af áliti annarra lita hegðun og tilfinningar. Seinni hluti bókarinnar fjallar um hvað gera skal. Raktar eru ítarlegar og greinargóðar leiðbeiningar, heilræði og æfingar sem hver og einn getur beitt og reynst hafa áhrifaríkar til að sigrast á feimni. T.d. er fjallað um hvernig skilja megi sjálfan sig betur, byggja upp sjálfstraust og efla jákvætt sjálfsmat, kynnast fólki og halda upp samræðum. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: innsíður góðar
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.