Leikið með leir
Það er yndisleg tilfinning að leika sér með leir – maður gleymir stund og stað og tíminn flýgur áfram. Svo sér maður allt í einu að ólöguleg leirhrúgan er orðin að einhverju og nýjar myndir líta dagsins ljós!
Þessi litríka bók er full af líflegum leirmyndum og hugmyndum sem bæði fullorðnir og börn geta spreytt sig á. Sumar myndirnar eru afar auðveldar en aðrar krefjast meiri tíma og lagni. Helstu hráefni er trölladeig, bökunarleir, flotleir og sjálfharðnandi leir og með smáæfingu er maður fljótur að finna hvaða efni hentar manni best að vinna með. Og það þarf engin sértæki eða tól til þess að vinna leirinn.
Skýringarmyndir og haldgóðar leiðbeiningar tryggja góðan árangur, jafnvel hjá byrjendum.kannski verður fyrsta myndin ekki alveg eins og til stóð, en það gerir ekkert til – aðalmálið er að fara af stað og njóta þess! (heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin er í ritröðinni: Hugmyndabanki heimilanna.
Bókin Leikið með leir eru 25 kaflar, þeir eru:
- efni og áhöld
- leirtegundir
- kvartettinn ómþýði
- við sjóinn
- máfar
- fiskar
- blá og hvít blóm
- sumar
- flotleir fyrir börn
- prakkarar
- flöskufólk
- skrautlegir tappar
- jarðaber
- brosandi glös
- glaðningur
- skírn
- haust
- blómaprik
- kort
- hjörtu
- myndir á skápa og í ramma
- jól
- verur á vínglös
- glaðleg andlit
- skýringarmyndir
Ástand: gott bæði innsíður og kápa.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.