Lærum að elda hollt og gott

Í bókinni Lærum að elda hollt og gott er kennt að elda fjölbreytta rétti víðs vegar að úr heiminum þar sem hollustan er höfð í fyrirrúmi. Bókin samanstendur af 10 kennslustundum og er tekist á við flóknari matseðla eftir því sem líður á. Í lokin ættu allir að hafa komist að því að það að elda og borða holla rétti þarf alls ekki að vera eitthvert meinlætalíf!

Það sem mestu skiptir þegar kemur að hollu fæðuvali er að fjölbreytnin sé sem mest og þess gætt að á matseðlinum séu sem flestar fæðutegundir. Auk þess þarf að borða reglulega og miða skammtastærðir við orkuþörf hvers og eins. Til þess að stuðla að almennu heilbrigði þarf síðan að fara saman bæði hollt og gott mataræði og næg hreyfing.

Með því að tileinka sér ýmis hollráð við eldamennskuna er hægt að breyta miklu án þess að þurfa að grípa til róttækara aðgerða eða meinlætalífs. Einfaldir hlutir eins og að nota fituminni mjólkurvörur í stað fitumeiri, borða meiri fisk og grænmeti, drekka meira vatn og velja frekar gróf brauð geta breytt miklu. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Lærum að elda hollt og gott er skipt niður í 10 kennslustundir, þeir eru:

  • Inngangur: Heilsa og mataræði
  • Kennslustund 1: Naan-brauð, Indversk kjúklingasúpa
  • Kennslustund 2: Austurlensk kjúklingasalat, teriyaki-fiskur með kúskús, suðrænt ávaxtasalat
  • Kennslustund 3: Súpubrauð með ab-mjólk, kraftmikil fiskisúpa
  • Kennslustund 4: Quino-salat, kjúlingabaunabuff með rauðlaukssalati
  • Kennslustund 5: Grísk túnfiskbaka með tzatszki-sósu, hummus
  • Kennslustund 6: Meskóskur sjávarréttakokkteill, margaría með jarðaberjum, nauta-fajitas
  • Kennslustund 7: Ítalskt flatbrauð, spínatblanda, ítalskur tómatkjúklingur, jógúrtís með ástaraldini
  • Kennslustund 8: Kryddlegnar rækjur, glóðaðar svínalundir með kaffi-kryddlegi, sætar kartöflur með kanilfyllingu, súkkulaðimús
  • Kennslustund 9: Laxatartar, lambasteik með rótarmauki og baunasalati, jarðarberjaterta
  • Kennslustund 10: Suðræn súpa, maisbrauð, grænmetisfylltar tortillur með inverskri sósu, gulrótarbúðingur frá Suður-Afríku, Inversk gulrótarkaka með tófúkremi

Ástand: gott

Lærum að elda hollt og gott - Helga Mogensen - Vaka Helgafell

kr.900

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 21 × 1 × 28 cm
Blaðsíður:

41 +myndir

ISBN

9789979220008

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006

Ljósmyndir:

Kristján Maack

Hönnun:

Hunang (umbrot og hönnun)

Ritstjóri

Rut Helgadóttir

Höfundur:

Helga Mogensen (gestakokkur)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lærum að elda hollt og gott”