Landmælingar og kortagerð Dana á Íslandi
Upphaf Landmælinga Íslands
Fáir gera sér grein fyrir því að ekki eru liðnir nema nokkrir áratugir síðan lokið var við að kortleggja Ísland í fyrsta sinn, teikna hina raunverulegu lögun þess og staðsetja það með vissu á heimskortið. Aldarmótaárið 1800 hófu danskir mælingarmenn nákvæmar mælingar af strandlínu landsins, og var það upphaf koertgerðar þeirra af landinu. Það var þó ekki fyrr en í byrjun 20. aldar að Danir hófu kortlagningu af fullum krafti. Við sambandsslit Íslands og Danmerkur árið 1944 var kortlagningunni nær alveg lokið, og er það verk grunnurinn að kortum landsins.
Korlagning Dana var stórvirki og án efa eitt hið gagnlegasta sem þeir unnu á stjórnarárum sínum hér. Þessu verki hefur hins vegar lítið verið haldið á lofti, og saga þess hefur ekki áður verið sögð í heild. Þótt við hæfi að bæta úr því nú þegar senn eru liðnar tvær aldir síðan verkið hófst.
Ágúst Böðvarsson, fyrrum forstjóri Landmælinga Íslands, tók að sér að skrifa þessa bók eftir að hann lét af ströfum við stofnunina fyrir aldurs sakir. Ágúst tók sem ungur maður þátt í ferðum og mælingastarfi Dananna og upplifði ýmsa af þeim atburðum sem hann lýsir í bókinni. Hann byggir sögu sína á dönskum og íslenskum heimildum um mælingarnar og glæðir hana lífi með frásögnum af ferðalögum, atburðum og samskiptum Íslendinga og dönsku mælingamannanna.
Í bókinni er rakinn aðdragandi að stofnun Landmælinga Íslands, en stofnunin á 40 ára afmæli á útgáfuári þessarar bókar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar).
Bókin Landmælingar og kortagerð Dana á Íslandi eru 48 kaflar, þeir eru:
- Kröfur um nýjar landmælingar og kortagerð á Íslandi
- Staða landmælinga á Íslandi um síðustu aldamót
- Strandmælingar Íslands
- Sjómælingar við Ísland
- Grunnlínumælingar
- Undirbúningur að framhaldi landmælinganna
- Mælingar árið 1902
- E.C. Rasmussen og Matthías Jochumsson
- Kortagerð
- Mælingar árið 1903
- Mælingar árið 1904
- Aðdragandi mælinga árið 1906
- Mælingar árið 1906
- Mælingar árið 1907
- Mælingar árið 1908
- Mælingar árið 1910
- Mælingar árið 1911
- Mælingar árið 1912
- Mælingar árið 1913
- Mælingar árið 1914
- Mælingar árið 1919
- Mælingar árið 1920
- Mælingar liggja niðri árin 1921-1929
- Mælingar árið 1930
- Mælingar árið 1931
- Mælingar árið 1932
- Mælingar árið 1933
- Mælingar árið 1934
- Mælingar árið 1935
- Mælingar árið 1936
- Mælingar árið 1937
- Mæling og kortlagning Vatnajökuls
- Mælingar árið 1938
- Mælingar árið 1939
- Mælingum og kortlagningu Íslands lokið – árangur verksins
- Gerð Íslandskort og endurskoðun
- Reykjavíkurkort
- Loftmyndir af Íslandi
- Þríhyrningamælingar Bandaríkjanna, Dana og Íslendinga 1955
- Framhald þríhyrningamælinganna árið 1956
- Útreikningar á þríhyrningamælingum áranna 1955-1956
- Kortlagning Army Map Service af Íslandi
- Landmælingar Íslands – sjálfstæð stofnun 1956
- Nokkur sérverkefni Landmælinga Íslands
- Gerð, útgáfa og dreifing Íslandskortanna
- Íslandsgögnin heim
- Lokaorð
- Heimildir
- Viðauki
- Viðauki I
- Viðauki II
- Viðauki III
- Viðauki IV
- Viðauki V
- Viðauki VI
- Viðauki VII
- Viðauki VIII
Ástand: Gott, innsíður og lausakápan eru góð