Elsku drauma mín – minningabók Sigríðar Halldórsdóttur
Sigríður Halldórsdóttir, eða Sigga Halldórs, fer á kostum þegar hún lætur hugann reika um víðan völl – allt frá æskuheimilinu á Gljúfrasteini, móðurinni, Auði Laxness, föðurnum, Halldóri Laxness, og systurinni Guðnýju – fram til þeirrar kyrrðarstundar þegar hún vill fá að eldast í friði, án athugasemda. Hún rifjar upp og reynir að muna allt sem henni finnst skipta máli.
Öll lífsins undur Siggu, ósigrar hennar og ævintýri fá hér sinn ríkulega skerf. Hver minningin rekur aðra og hrífur lesandann, hryggir hann, hlægir eða grætir, rétt eins og lífið hlýtur alltaf að gera. Sigga er einstök manneskja – eins og við öll.
Vigdís Grímsdóttir skrásetur frásögn Sigríðar af fullkomnum trúnaði við hana sjálfa og tíðarandann. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.