Hasim

Götustrákur í Kalkútta og Reykjavík

Sex ára indverskur strákur er settur aleinn upp í lest og endar sólarhring síðar í stórborg þar sem enginn tekur á móti honum og fólk talar framandi tungumál. Næstu árin er hann umkomulaus og einn í heiminum. Sumir eru honum góðir en hann verður líka fyrir ofbeldi og misnotkun.

Svo er hann sendur yfir hálfan hnöttinn, úr hitanum og mannþrönginni í Kalkútta í snjóinn og fámennið í Þorlákshöfn; úr örbirgð í allsnægtir. Allt í einu á hann foreldra og systkini – en enginn skilur hann og hann skilur engan. Og að ári liðnu er hann aftur einn. Beiskur, sár, ráðvilltur og rótlaus. Rændur tungumáli sínu og menningu. Hann fer til Indlands að leita að fjölskyldu sinni – og finnur hana en ekki svörin sem hann leitaði að.

Hasim Ægir Khan á sér ótrúlega sögu – sögu af hrakningum, höfnun, baráttuvilja og dug. Hann hefði getað endað á ruslahaugunum að eigin sögn en vann þess í stað að lokum í fjölskyldulottóinu. Stundum fara þó afturgöngurnar í höfðinu á stjá og sárin svíða. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Hasim götustrákur í kalkútta og Reykjavík - Þóra Kristín Ásgerisdóttir

kr.1.200

1 á lager

Vörunúmer: 8502829 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,500 kg
Ummál 14 × 2 × 21 cm
Blaðsíður:

198 +myndir

ISBN

9789935119124

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2018

Hönnun:

Eyjólfur Jónsson (umbrot), Halla Sigga / Forlagið (kápuhönnun)

Ljósmyndir:

Heiða Helgadóttir (ljósmynd af höfundi), Shutterstock (ljósmyndir á kápu)

Höfundur:

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hasim”