Hvítt skítapakk og flekkóttur svertingi

Fannie Flagg er óborganleg. Saga hennar „Steiktir grænir tómatar“ gaf fögur fyrirheit, sem ekki bregðast í þessari frásögn hennar af Daisy Fay Harper, kraftaverkamanninum og öðru litskrúðugu fólki. Enn leiðir hún okkur um mýja stigu og veitir okkur innsýn í líf Suðurríkjabúa, sem almenningur hefur litlar spurnir af, sýnir okkur afkima utan alfaraleiðar, þar sem mannlífið ólgar við erfið skilyrði, segir okkur frá hvítu skítapakki, svörtum svertingjum og einum flekkóttum, fólki, sem muna má sinn fífil fegri, og heldur dauðahaldi í fyrri reisn – og ekki hvað síst fólki, sem einnig má muna sinn fífil fegri en sekkur ofan í díki vonleysis og uppgjafar – og hún segir okkur frá blómstrinu, sem sprennur upp úr þessum undarlega, ófrjóa jarðvegi, litskrúðugu, fögru og fullu af lífsþrótti, óskemmdu af umhverfi og uppvexti – Daisy Fay Harper. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott.

Hvítt skítapakk og flekkóttur svertingi - Fannie Flagg

kr.800

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,750 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

262

ISBN

9979571705

Heitir á frummáli

Daisy Fay and the miracle man

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Skjaldborg

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1993

Íslensk þýðing

Jóhanna G. Erlingsson

Höfundur:

Fannie Flagg