Skytturnar þrjár 1977
Sígildar sögur
Skytturnar þrjár (franska: Les trois mousquetaires) er söguleg skáldsaga eftir franska rithöfundinn Alexandre Dumas (24. júlí 1802-5. desember 1870) . Hér er þessi frábæra saga í endursögn Jane Carruth.
Sagan var fyrst gefin út sem framhaldssaga í dagblaðinu Le Siècle frá mars til júlí árið 1844. Í ágúst sama ár hóf Greifinn af Monte Cristo göngu sína í Journal des Débats. Sagan fjallar um fjórar skyttur í þjónustu Loðvíks 13. og gerist árin 1625 til 1628. Hún byggist meðal annars á sögulegu skáldsögunni Mémoires de Monsieur d’Artagnan eftir Gatien de Courtilz de Sandras sem aftur byggist á ævi skyttunnar Charles de Batz-Castelmore d’Artagnan (1611-1673). Sagan á að gerast á sautjándu öld þegar Richelieu kardínáli ógnaði veldi frönsku krúnunnar með áhrifum sínum.
Ástand: gott