Vísindin leiðsögn í máli og myndum
Stórvirkið Vísindin er glæsilegt uppsláttarrit sem rekur þróun vísinda og framfara allt frá uppfinningu hjólsins til lausna á loftslagsvanda á 21. öld. Helstu vísindauppgötvunum mannkynsins eru gerð skil og sýnt er hvernig hugmyndirnar, uppfinningarnar og fólkið á bak við þær breyttu heiminum. Fjallað er um allar helstu raunvísindagreinar og gerð er grein fyrir lykiluppgötvunum, kenningum og hugmyndum. Sérhvert umfjöllunarefni er gætt lífi með skýringarmyndum og glæsilegum ljósmyndum svo jafnvel flóknustu fyrirbæri verða leikmönnum ljós og auðskilin. Nýjasta viðbótin í bókaflokknum vinsæla „Leiðsögn í máli og myndum”. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Vísindin leiðsögn í máli og myndum eru skipt niður í 5 hluta með samtals 168 köflum, þeir eru:
- Upphaf vísindanna frá forsögulegum tíma til 1500 (23 kaflar)
- Endurreisn og upplýsingar 1500-1700 (8 kaflar)
- Iðnbyltingin 1700-1890 (73 kaflar)
- Atómöldin 1890-1970 (43 kaflar)
- Upplýsingaöldin frá 1970 til okkar daga (21 kafli)
- Uppsláttur
- Mælieiningar
- stjörnufræði
- jarðvísindi
- Líffræði
- Efnafræði
- Eðlisfræði
- Stærðfræði
- Hver er maðurinn?
- Orðskýringar
- Orðaskrá
- Myndaskrá