Villtu vinna milljón – barna- og unglingaspil
Borðspil þetta byggir á sjónvarpsþættinum vinsæla sem var í gangi á stöð 2, hér á árum áður. Gert er ráð fyrir 2 til 5 leikmenn eða lið.
Í pakkanum eru: spil (5 stokkar fyrir spurningaspjöld, 580 spjöld með spurningum og svörum, 28 áhorfendaspjöld, 200 peningarseðlar, 15 tákn fyrir valkosti) + spilareglur. Allt er til staðar sem á að vera í pakkanum.
Ástand: gott, þótt að kassinn er snjáður þá er innihaldið í góðu formi.