Vatnsdalsá, Vatnsdalur-Þing

Vatnsdalsá er ein af perlum íslenskra laxveiðiáa. Hún er þekkt fyrir stóra laxa, fagurt umhverfi og auðvelda leið að flestum veiðistöðum árinnar. Saga Vatnsdals er mikil og náttúruhamfarir hafa sett sitt mark á dalinn og ána.

Í þessari bók um Vatnsdalsá hafa fimmtán höfundar brugðið upp mynd. Lýst er veiðistöðum og veiðiaðferðum. Þar halda á penna og miðla af reynslu sinni menn sem um áratugi hafa veitt í ánni. Saga Veiðifélagsins er skráð og lífríki árinnar eru gerð skil. Náttúruhamförunum, sem mynduðu Flóðið er lýst og greint frá netaveiði fyrri tíma. Þá er sagt frá fólkinu við ána, bæði þeim sem þar búa nú og einnig landnemunum sem deildu svo hart um veiðirétt að Ingimundur gamli var veginn. Fyrstu leigutakanna er minnst og birtur er óður Davíðs Stefánssonar skálds til fagurrar sveitar. Margar myndir prýða bókina, flestar í lit. M.a. nokkrar loftmyndir.

Þetta er gagnleg bók fyrir þá sem stunda veiðar og fengur fyrir alla sem unna náttúrufegurð og sögu lands og þjóðar. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Vatnsdalsá eru 20 kaflar, þeir eru:

  • Formáli. Gísli Pálsson
  • Nokkur brot úr landnámssögu Vatnsdals. Hjördís Gísladóttir
  • Skriðuföll við Bjarnastaði. Jón Torfason
  • Netaveiði í Vatnsdalsá. Grímur Gíslason
  • Veiðifélag Vatnsdalsár. Magnús Ólafsson
  • Fortesque. Magnús Ólafsson
  • Vatnsdalsá árin 1951-1961. Páll Ásgeir Tryggvason
  • John Ashley-Cooper. Tómas Árnason
  • Veiðistaðir ofan við Stekkjafoss. Guðmundur Gunnarsson
  • Frá Stekkjafossi að Undirfelli. Gylfi Gunnarsson
  • Álka. Skúli Skarphéðinsson
  • Frá Undirfellskirkju að Flóði. Geir Thorsteinsson
  • Hólakvörn og Hnausastrengur. Gylfi Pálsson
  • Frá Hnausabrú að Húnavatni. Pálmi Gíslason
  • Húnavatn. Vilmundur Jósefsson
  • Viðtal við Sigurð Runólfsson. Þorsteinn Gunnarsson
  • Laxarækt í Vatnsdalsá. Tumi Tómasson
  • Jarðir og ábúendur. Hjördís Gísladóttir
  • Vatnsdalur. Davíð Stefánsson
  • Töflur um veiði

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Vatnsdalsá Vatnsdalur-Þing

kr.2.600

1 á lager

Vörunúmer: 8502207 Flokkar: , Merkimiðar: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,550 kg
Ummál 16 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

195 +12 kortatöflur, +myndir +töflur

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Dyngja

Útgáfustaður:

Hofi í Vatnsdal

Útgáfuár:

1990

Höfundur:

Davíð Stefánsson, Geir Thorsteinsson, Gísli Pálsson, Grímur Gíslason, Guðmundur Gunnarsson, Gylfi Gunnarsson, Gylfi Pálsson, Hjördís Gísladóttir, Jón Torfason, Magnús Ólafsson, Páll Ásgeir Tryggvason, Pálmi Gíslason, Skúli Skarphéðinsson, Tómas Árnason, Tumi Tómasson, Vilmundur Jósefsson, Þorsteinn Gunnarsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Vatnsdalsá Vatnsdalur-Þing”