Útkall íslenska neyðarlínan
Bók nr. 2
Útkall íslenska neyðarlínan segja björgunarmenn og þeir sem bjargað var úr lífsháska frá reynslu sinni. Höfundurinn hefur að mestu leyti spunnið frásagnirnar saman í fyrstu persónu. Í einni frásögn bókarinnar er því lýst er hjón hröpuðu með vélsleða 20 metra niður í hyldýpissprungu á Snæfellsjökli. Þar koma við sögu slysavarnafélagsmenn, aðrir björgunarmenn og læknir sem þurfti að síga í jökulsprungu, án þess að hafa nokkru sinni gert slíkt áður, til að hlúa að limlestum manninum. Þessi frásögn var valin af þekktasta sjónvarpsþætti sinnar tegundar í heiminum, Rescue 911, til kvikmyndunar hér á landi. Einnig er fjallað um ms. Tungufoss, sem sökk í tólf vindstigum út af Lands End á Bretlandi og djörfustu flugferð ársins 1994 þegar Bandaríkjamenn björguðu áhöfn Goðans í fárviðri í Vöðlavík.
Bókin Útkall íslenska neyðarlínan, eru 8 kafla, þeir eru:
- Útkall til björgunar
- Tungufoss í tröllataki
- „Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur“
- Kvikmyndun Rescue 911 í ágúst 1995
- Íbúar fjölbýlishúss lokast inni í eldsvoða
- Þyrlusveit á ystu mörkum við spennuþrungna björgun
- Lífróðuir við Gullfoss og lífið fyrir handan
- Fjórir menn liggja eins og skotnir
- Viðauki
- Nafnaskrá
- Myndaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.