Ullar- og silki þæfing
Þæfing á ull er meðal elstu textílhandverka heims. Hér er kynnt áströsk aðferð við þæfingu, svokallaður núnóflóki, þar sem silki og öðru efnum er blandað saman við ullina svo úr verður þunnur og léttur en jafnframt sterkur og fallegur flóki. Í byrjun bókarinnar er aðferðin útskýrð á aðgengilegan hátt með einföldum teikningum, fyrir bæði byrjendur og lengra koman. Það þarf hvorki mikið pláss né flókin áhöld til þess að þæfa.
Núnóflóki er áhugaverð aðferð við þæfingu og með henni getur maður bæði gert metravöru sem hægt er að sauma úr á venjulegan hátt, eða þæft í kringum snið og búið til föt án þess að sauma. Og ekki skortir hugmyndirnar í bókina, allt frá gluggatjöldum og dúkum til fata, hatta, veskja og mynda í öllum mögulegum þykktum. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.