Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar

Um áratugi barst rödd hans, mjúk og karlmannleg, yfir landsbyggðina og sveif þar ofar kaffi og kleinum, soðningu og sætsúpu. Eftir sólsetur leiddi hann hlustendur um undraheima bandaríska djassins eða magnaði upp eftirvæntingu fyrir sínfóníutónleika með svo vel völdum orðum að jafnvel hinir tortryggnustu létu heillast. Slíkir eru töfrar Jóns Múla

En þetta er bókin um það sem bar fyrri aug og eyru þjóðsagnaþularins þegar hljóðneminn heyrði ekki til. Hér má lesa bæði kímilegar og dularfullar útvarpssögur frá löngu liðnum tíma, ævintýri af dísum og álfum, söngvurum og lúðurþeyturum í Iðnó og Hljómskálanum, sjóarasögur af sönnum alþýðuhetjum á síld – og öðrum þeim mönnum sem sjaldnar er minnst fyrir hetjusak. Þá eru í bókinni pólitísar meiningar og nokkrar púka- og tröllasögur af Austurvelli þjóðarinnar að ógleymdum dásamlegum minningum sögumans um „familien på fuld fart“, þau Árna frá Múla og Rönku í Brennu, ætingja þeirra og samferðafólk.

Það er sama hvað Jón Múli gerir að söguefni sínu. Hann kann þá dýrmætu list að gæða frásögnina leiftrandi húmor og hjartahlýju. Í þjóðsögum hans fer saman mannþekking og ósvikin lífsnautn sem ekkert fær hamið.  (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar er ekki með efnisyfirlit

Ástand: gott, innsíður góðar

Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar

kr.1.200

1 á lager

Vörunúmer: 8501833 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,820 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

335 +myndasíður

ISBN

9979314621

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1996

Hönnun:

Guðjón Ketilsson (kápuhönnun)

Höfundur:

Jón Múli Árnason

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar I. bindi”