Strönd og Vogar
Úr sögu einnar sveitar í Landnámi Ingólfs Arnarsonar
Vatnsleysustrandarhreppur er um staðhætti einkennilegasta sveit hér á landi. Hún er um 15 km á lengd og um 10 km á breidd, en allt þetta land er samfellt hraun ofan frá fjöllum að flæðarmáli. Þar eru hvergi kúahagar né slægjur. Þar er ekkert rennandi vatn, því að hraunið gleypir allt rigningavatn og leysingavatn. Byggðin er á örmjórri ræmu meðfram sjónum, og þó sundur slitin. Bæirnir hafa verið reistir á hraunbrúninni við sjóinn. …
Þá er þessi litla sveit merkileg fyrir það, að hún var um aldir einhver mesta veiðstöð landsins. Það var á árum hinna opnu skipa. Hver einasti bóndi sveitarinnar var þá útvegesmaður, og sumir áttu margar fleytur. … (Heimild: Forspjall bókarinnar)
Bókin Strönd og Vogar eru 34 kaflar, þeir eru:
- Þar er langa nót að draga
- Landsetar konungs
- Bændur og hjáleigumenn 1703
- Átjánda öldin
- Birtir í lofti
- Sjósókn og útvegsmenn
- Fyrstu þilskipin
- Vogastapi og Gullkistan
- Banvænt loft – eða hvað?
- Þegar Frakkar eyðilögðu fiskveiðar Íslendinga
- Drukknan Guðmundar Brandssonar alþingismanns
- Bruni á Auðnum ; Landshöfðinginn varð að lúta sem aðrir
- Grænaborg
- Síldveiðar
- Sjóslys
- „Hönk upp í bakið“
- Óþarfi að salta barnið
- Lofteldar
- Farið í kaupavinnu
- Gömul veiðistöð
- Tengsl gamla og nýja tímans
- Nýtízku búskapur
- Kirkjur
- Kálfatjarnarprestar
- Fjárborgin mikla
- Rúnasteinn í Flekkuvík
- Sá hér Bjarni Eyjólfsson
- Aðrar gamlar minjar
- Seinasta hrísið úr Vogaholti
- Örnefni á Vogastapa
- Heiðin og eldfjöllin
- Sagnaþættir
- Annálsbrot Vatnsleysustrandar: bls. 269-273
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.