Spectre James Bond
Dularfull skilaboð úr fortíðinni senda James Bond (Daniel Craig) í hættuför á eigin vegum til Mexíkóborgar og að lokum til Rómar, þar sem hann hittir Luciu Sciarra (Monica Cellucci), fallega og forboðna ekkjui alræmds glæpamanns. Bond laumar sér inn á leynifund og uppgötvar tilvist skuggalegra samtaka sem kallast SPECTRE.
Í millitíðinni í London efast Max Denbigh (Andrew Scott), nýr yfirmaður Miðstöðvar þjóðaröryggis, um aðgerðir Bonds og véfengir mikilvægi njósnadeildarinnar MI6, sem stýrt er af M (Ralph Fiennes), Bond fær Moneypenny (Naomie Harris) og Q (Ben Whishaw) í lið með sér, til að hafa upp á Madeleine Swann (Léa Seydoux), dóttur gamals fjandmanns síns, herra White (Jesper Christensen). madeleine kann að luma á vísbendingu sem þarf til að leysa SPECTRE upp, og sem dóttir launmorðingja skilur hún Bond betur en flestir aðrir.
Þegar Bond hættir sér nálægt hjarta SPECTRE uppgötvar hann hrollvekjandi tengsl á milli sín og óvinarins sem hann leitar að, sem leikinn er af Christoph Waltz.
Enskt tal, íslenskur texti (einnig: danskur, finnnskur, norskur, sænskur og pólskur texti)
Ekki við hæfi 12 ára og yngri
Ástand: Ný / ónotað
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.