Saga Símans í 100 ár
Árið 1906 komst Ísland í símasamband við umheiminn. Aldalöng einangrun landsins var rofin og heimsmyndin breyttist. Símasamband við útlönd – jafnvel þótt aðeins væri um ritsímasamband að ræða fyrstu 29 árin – hafði gífurleg áhrif á verslunarhætti, fjölmiðlun, mannleg samskipti og menningu. Ekki síður var mikilsvert fyrir litla þjóð í stóru landi að ná talsímasambandi milli byggðarlaga. Lagning símalínu frá Seyðisfirði norður um land til Reykjavíkur sumarið 1906 var þrekvirki sem telst til helstu verkfræðiafreka Íslandssögunnar.
Nú á tímum er sími miklu meira en tæki með tóli og snúru. Þróun símamála frá því Landsími Íslands tók til starfa hefur verið mikil og stundum hröð. Sú þróun er rakin í þessari bók. Frásagnir símafólks leiða okkur í gegnum öldina; frá tímum fátækrar þjóðar og fárra símtækja fram til þess tíma þegar sími varð lófastór farandskrifstofa í almannaeigu. Við ferðumst frá tímum ríkisstofnunar til einkafyrirtækis, frá símaþjónustu til fjarskipta á öllum sviðum, frá Landssíma Íslands til Símans hf. (Heimild: Baksíða bókarinnar)
Bókin Saga Símans í 100 ár eru 17 kaflar, þeir eru:
- Sími í sjónmáli
- Síminn kemur
- Loftskeytin taka flugið
- Síminn og útvarpið
- Sjálfvirkt samband
- Talað milli landa
- Úr loftlínu í jarðsíma
- Rásum fjölgar
- Fjarskipti í förum
- Bylting með sæstrengjum
- Mynd um síma
- Jarðstöðin Skyggnir
- Með símann alls staðar
- Stafrænar stöðvar
- Boð með ljósi
- Nýjar leiðir um nýja heima
- Breyttir tímar
- Eftirmáli
- Viðauki
- Skrár
- Stjórendur Landssíma Íslands 1906-2006
- Stjórnir 1997-2006
- Tilvitnanir
- Heimildaskrá
- Myndaskrá
- Nafnaskrá
- Skrár
Ástand: gott, innsíður góðar smá rifa á kápunni
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.