Sælgæti úr sjó og vötnum
Gómsætir réttir úr eldhúsi meistaranna
Þetta er sannkölluð sælkerabók, því að hér spreyta fjölmargir kunnir matreiðslumeistarar, innilendir og erlendir, sig á því frábæra hráefni sem íslenskur fiskur og annað sjávarfang er og sýna hvernig úr þvi má gera bæði ljúffengan og lystugan hversdagsmat og stórkostlega veisluréttir. Meðal annars eru í bókinni nýstárlegar uppskriftir frá nokkrum af fremstu matreiðslumönnum heimsins um þessar mundir. Uppskriftirnar eru einfaldar og lögð er áhersla á hráefnið fái að njóta sín sem best. Því er hverjum lesanda kleift að feta í fótspor snillinganna og elda sjálfur frábæra fiskrétti.
Hér er að finna fjölda ómótstæðilegra sælkerarétta, bæði úr hefðbundnu hráefni og einni úr fisktegundum sem sjaldan sjást á borðum, en eru eigi að síður einstaklega girnilegar og gómsætar. (Heimildir: bakhlið bókarinnar)
Bókin Sælgæti úr sjó og vötnum er skipt niður í níu kafla, þeir eru:
- Gull Íslands – þorskurinn
- Óásjálegir en góðir
- Flatfiskar og aðrir flatir fiskar
- Lostæti úr fiskhausum
- Lax og silungur
- Fiskisúpur
- Skelfiskur og krabbadýr
- Lífið er saltfiskur
- Síld
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.