Rósumál
Líf og störf Rósu Ingólfsdóttur
Þótt hvert mannsbarn á Íslandi kannist við Rósu Ingólfsdóttur eru einungis örfáir sem þekkja þessa fjölhæfu lista- og fjölmiðlakonu. Hún hefur ekki kosið að beina kastljósinu að einkalífi sínu og fjölskylduhögum enda er hún hálfgerður einfari þótt starfs síns vegna sé hún iðulega í hringiðu mannlífsins.
Í samtölum sínum við Jónínu Leósdóttur, skrásetjara þessarar bókar, sviptir Rósa hins vega leyndarhulunni af lífi sínu og leyfir lesendum að kynnast því hvern mann hún hefur að geyma. Hún rifjar upp ævintýri æsku- og unglingsáranna, söngferil á Keflavíkurflugvelli, safaríkar sögur úr Þjóðleikhúsinu, fjaðrafokið vegna innheimtuauglýsinga Sjónvarpsins, aðkastið, sem hún varð fyrir vegna skoðana sinna á jafnréttismálum, hrikalega fjárhagserfiðleika og ótalmargt fleira.
Einnig ræðir hún um frægðina, umtalið, ástina, barnsfeðurna og dæturnar – og að sjálfsögðu koma karlar, konur, kynlíf og annað krassandi einnig við sögu í opinskárri umfjöllun Rósu. Og allt er þetta framreitt á þann einstaka hátt sem Rósu Ingólfsdóttur einni er lagið!. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Rósumál, líf og störf Rósu Ingólfsdóttur eru 19 kaflar, þeir eru:
- Mannfæla í amerískum prinsessukjólum
- Litla matargatið
- Allt fyrir fegurðina
- Gítarást og bróðurmissir
- Kommúnistadóttir í Kanavinnu
- Sumarvinna og sólarlönd
- Myndlist og mótun í Sjónvarpinu
- Leikhúsið, sukk og meira sorg
- Hvað vill „kórpíkan“ upp á dekk?
- Dillandi bossar og dauðafnykur
- Sexý sjónvarpsþula sem á sig sjálf
- Tákaldur „trösterpiser“ með tannskemmdir
- Bjargvættirnir – myndlistin og mætir menn
- Mannfælan gerist skemmtikrafur
- Á hvíta tjaldinu – og bak við lás og slá
- Væluskjóður sem vilja gleypa allt
- Kolómöguleg kirkja og falskir frímúrarar
- Flumbrugangur og framtíðarsýn
Ástand: gott, innsíður góðar og kápa góð
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.