Píslarsaga síra Jóns Magnússonar

Bókasafn AB – Íslenzkar bókmenntir

Litlu hefði mátt muna til þess að Píslarsaga síra Jóns Magnússonar glataðist með öllu, því að hún er ekki varðöveitt nema í einu handriti. Það er nú í Ny kgl. sml. í Kaupmannahöfn, 1842, 4to.

Fyrir utan sjálfa Píslarsöguna, sem prentuð er í þessari bók, eru í handritinu tvö „innlegg“ eftir síra Jón í máli hans við Þuríði Jónsdóttur frá Kirkjubóli og ritgerð almennara efnis „um uppspurn og eftirleitni galdramála“.  Þótt ýmislegt sé fróðlegt í þessum skrifum og síra Jóni bregðist þar ekki fremur en annars stílkynning, er svo miklu meira um Píslarsöguna vert, bæði að efni og framsetningu, að í samanburði við hana eiga þessar viðbætur varla erindi til almennara lesenda.

Handritið 1842 var allt gefið út af Sigfúsi Blöndal 1912-1914 á vegum Hins íslenzka Fræðafélags í Kaupmannahöfn. (Heimild: Formáli bókarinnar)

Bókin Píslasaga síra Jóns Magnússonar eru fjórir kaflar, þeir eru:

  • Formáli
  • Trúarlíf síra Jóns Magnússonar
  • Píslarsaga
    • I.    Stutt frásögn af þeim hræðilegum plágum
    • II.   Brennudómurinn um þá feðga. Dómur um góss þeirra
    • III.  Kvalasögu annar partur
    • IV.   Viðlit historiunnar þeirra seinni djöflus kvalræða
  • Menn, sem við söguna koma

Ástand: gott bæði innsíður og kápa

Píslarsaga síra Jóns Magnússonar - Sigurður Nordal - Almenna bókafélagið 1967

kr.2.900

2 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,320 kg
Ummál 12 × 2 × 19 cm
Blaðsíður:

172

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni án hlífðarkápu

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1967

Hönnun:

Hafsteinn Guðmundsson (útlit)

Höfundur:

Sigurður Nordal (sá um útgáfuna)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Píslarsaga síra Jóns Magnússonar”