Nýjar pottaplöntur

Margar nýjar pottaplöntur hafa komið fram á síðustu árum og eru sumar þeirra einkar glæsilegar og áhugaverðar. Nýjar plöntur koma fram á sjónarsviðið þegar þær finnast í frumskógunum, eða vegna breytinga sem verða á gömlu og þekktu plöntunum við ræktun, kynblöndun eða stökkbreytingar.

Margar þessara nýju plantna eru komnar eða eru að koma á markaðinn um þessar mundir, og einnig dreifast þær á milli blómavina með græðlingum og fræjum.

Í bókinni NÝJAR POTTAPLÖNTUR er sagt frá fjölda nýrra plantna og afbrigða af eldri og þekktari blómum í máli og myndum. Veitt eru góð ræktunarráð og gefnar ráðleggingar um það hvernig jafnvel áhugamenn í heimahúsum geta ræktað sín eigin afbrigði af eftirlætisplöntunni sinni eða ná fram æskilegum eiginleikum plöntunnar, eftirsóknarverðri blaðlögum eða lit á blómum.

Stórglæsileg bók með fróðlegum upplýsingum um nýstárlegar og einkar fallegar plöntur. (heimild: bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Nýjar pottaplöntur

kr.800

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0.270 kg
Ummál 18 × 1 × 25 cm
Blaðsíður:

65 +myndir +Latnesk plöntunöfn: bls. 64 +Íslensk plöntunöfn: bls. 65

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Nya krukväxter

Útgefandi:

Vaka bókaforlag

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1987

Ritstjóri

Carin Swartström

Íslensk þýðing

Fríða Björnsdóttir

Höfundur:

Nina og Tord Hubert (höfundar frumtexta)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nýjar pottaplöntur – Ekki til eins og er”